Hvað er Speed Stacks?
Reglur & MyndböndREGLURNAR
Speed Stacks er nafnið á vörunum sem notaðar eru til að stunda íþróttina Sport Stacking. En hvað er Sport Stacking?
Sport Stacking er íþrótt sem er stunduð útum allan heim og fjölgar iðkendum mjög hratt. Íþróttin gengur út á það að raða upp glösum, í ákveðinni röð og taka þau svo aftur niður, á sem skemmstum tíma. Það eru í grunninn 3 mismunandi greinar sem keppt er í en þær eru 3-3-3, 3-6-3 og Cycle.
- Í 3-3-3 eru notuð 9 glös og þeim raðað eins og nafnið segir til um, 3 sinnum 3 glös og þau svo tekin niður aftur.
- Í 3-6-3 eru öll 12 glösin notuð og þeim raðað upp eins og nafnið segir til um, 3 glös svo 6 glös og að lokum 3 glös og þau svo tekin niður aftur.
- Í Cycle eru líka öll 12 glösin notuð og er þessi þraut eins konar blanda af 3-6-2, 1-10-1 o.fl en best er að horfa á eitt af myndböndunum hér á síðunni til þess að átta sig betur á því hvernig Cycle virkar.
Eins og er þá eigum reglurnar bara á ensku en þær er að finna hér í PDF en við hvetjum ykkur til þess að skoða myndböndin hér á síðunni.